152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[16:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég nýti mér rétt til andsvara vegna orða hv. þingmanns í hans framsöguræðu. Ég vil óska eftir því að hann viðurkenni að ég var ekki að setja atvinnuátakið sem hér um ræðir, Hefjum störf, í kosningalegt samhengi. Mér fannst ég svara hv. þingmanni málefnalega þegar ég sagði að ef þingið hefði verið starfandi, ef fjárlaganefnd hefði setið, hefði mátt kalla fjárlaganefnd saman og vara við þeirri framúrkeyrslu sem þarna var. Ég var ekki að setja átakið í kosningalegt samhengi að öðru leyti og ég vil að hv. þingmaður komi hér í andsvar og staðfesti þau orð mín.