152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[18:49]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin sem voru um margt athyglisverð. Auðvitað ætla ég ekki að draga úr því að þessi mál eru flókin og í mörg horn að líta. En það vekur undrun manns að það sé einhvern veginn ekki hægt að nálgast þetta betur. Oft er sagt: Ekkert um okkur án okkar. Ég held að það sé ágæt aðferðafræði, eiginlega alltaf eða alltaf, en það virðist ekki takast að gera það með þeim hætti.

Ég vildi gjarnan fá að beina orðum mínum að öðru. Nú hefur Covid-faraldurinn staðið lengi og við erum á tímamótum og vitum ekki alveg hvert þetta er að fara. Þá er einmitt spurningin um þá sem höllum fæti standa, hvort sem það er félagslega eða heilsufarslega, öryrkjar og aldraðir: (Forseti hringir.) Er ekki akkúrat tíminn þá til að bæta í atriði sem varða t.d. sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónustu, iðjuþjálfun og hvað það kann að heita, til að létta undir með fólki?