152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[19:16]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil taka undir orð hv. þingmanns sem hann mælti rétt í þessu. Það ber að lofa sem vel er gert. Við, ásamt fleirum, höfum mælt fyrir þessari jólauppbót öryrkjum til handa allan þennan mánuð, nokkurn veginn daglega, held ég megi segja, og það er mikið ánægjuefni að á það skuli hafa verið hlustað. Ég held að það geri mun fleiri en sjálfa þiggjendur þessa framlags glaða í hjarta. Ég lýk lofsorði á ríkisstjórn sem hlustar á hugmyndir, hvaðan sem þær koma. Ég treysti því að þetta sé mjór en mikils vísir og að almannatryggingakerfið verði þegar í upphafi næsta árs tekið til algjörrar endurskipulagningar í þágu þeirra sem á því þurfa að halda. Þess vegna segi ég eitt stórt takk.