152. löggjafarþing — 15. fundur,  21. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[21:18]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Á bls. 29 í nefndarálitinu eru þessir styrkir sundurliðaðir en það er rétt hjá hv. þingmanni að þetta er dálítið víða í skjölunum. Til að ná utan um það þarf maður hreinlega að lesa sig í gegnum allar breytingartillögurnar. Ég er alveg sammála því að við ættum, og kannski gerum við það bara næst, að vera með skjal sem er þá bara fylgiskjal aftast þar sem þetta kemur sérstaklega fram eins og við erum kannski að ræða það þegar við erum að fara yfir það í fjárlaganefnd. Við fengum svör frá nokkrum ráðuneytum og viðbrögð við styrkjum, af því það er rétt hjá þingmanninum að það sem kom inn til okkar sendum við beint á ráðuneytin. Við fengum viðbrögð, ekki við öllu en sumu, sem varð til þess að við ákváðum kannski ákveðið ferli og annað ekki, þ.e. við tókum afstöðu að hluta til byggða á þeim svörum.