152. löggjafarþing — 15. fundur,  21. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[21:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum. Ég vil bara ítreka það sem ég sagði áðan, að við erum auðvitað að skoða útgjaldasvigrúmið og við þurfum að fara yfir þessar tölur aftur. Það liggur fyrir. Okkur bárust upplýsingar áðan sem við teljum okkur þurfa að fara betur yfir. Ég vil líka ítreka að við erum sannarlega að fara í stórar og miklar aðgerðir sem eiga að vera til þess að létta á Landspítalanum, því mikla álagi sem mikið hefur verið talað um, bæði með því að koma á fót nýjum rýmum í Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Suðurnesja, og það kemur til með að skipta mjög miklu máli fyrir álagið á Landspítalann, og svo erum við að fara í fleira sem ég taldi upp. En ég ítreka aftur að við munum skoða þetta á milli umræðna.