152. löggjafarþing — 15. fundur,  21. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[21:34]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil bara taka undir að það er ekkert eðlilegt við það að við séum að byrja 2. umr. um fjárlög í skjóli nætur. Annað sem er stórfurðulegt við þessa umræðu er að það er ekki einn einasti ráðherra hérna. Ég spyr: Hvar eru allir ráðherrarnir? Hlupu þeir í felur? Þora þeir ekki að sitja undir 2. umr. fjárlaga? Fyrir utan það eru ekki margir stjórnarliðar hérna inni heldur til að fylgjast með. Þannig að ég spyr, hæstv. forseti, í fyrsta lagi: Hvað eigum við að vera lengi? Í öðru lagi: Ef við eigum að vera hérna fram nótt, er þá von á því að það verði kallaðir til ráðherrar til að vera til svara?