152. löggjafarþing — 15. fundur,  21. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[21:51]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langar að taka undir þau orð sem komið hafa fram. Okkur nýliðunum finnst þetta vera alger sandkassaleikur sem er í gangi hérna. Það virðist vera að stjórnarflokkarnir vilji bara helst við stöndum úti á Austurvelli og tölum við styttuna, í stað þess að tala við þingið, tala við meiri hlutann, tala við ráðherrana og hafa hér alvöruumræður um þessi lög. Ekki bara að við séum að tjá okkur, heldur að það sé hlustað, vegna þess að við gætum kannski komið með einhverjar góðar athugasemdir. Mig langar að skora á þingflokksformenn að láta gera hlé á fundi, hittast og semja um ræðutíma og klára þetta. (BLG: Heyr, heyr.)(HVH: Heyr, heyr.)