152. löggjafarþing — 15. fundur,  21. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:00]
Horfa

Ingibjörg Isaksen (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar aðeins að koma hingað upp til að bregðast við þessari umræðu og því að ekki hafi verið haldnir fundir til að reyna að ná samkomulagi um umræðuna. Sjálf er ég þingflokksformaður Framsóknar og hef setið þessa fundi, m.a. fundi í gær og fund núna fyrir hádegi. Okkur barst líka póstur í gær varðandi tillögu um umræðuna, hvernig væri hægt að haga henni. Því miður náðist ekki samstaða um þetta. (Gripið fram í.) Það er rétt. Hins vegar tel ég afar skynsamlegt og geri þá tillögu að frú forseti geri hlé á fundinum á eftir og við setjumst niður og reynum að ná skynsamlegri lausn í þetta mál. Ég held að það sé öllum til haga að við setjumst niður, náum sátt um hvernig við högum þessari umræðu, ekki eingöngu út frá því hvernig við getum fengið það besta út úr umræðunni heldur einnig í ljósi sóttvarna.