152. löggjafarþing — 15. fundur,  21. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:05]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það lá við að ég kæmi hér upp og bæri af mér sakir eftir að hæstv. fjármálaráðherra kom hingað í ræðustól. Þvílíkan og annan eins barnaskap og yfirlýsingar hef ég bara ekki heyrt. Ég hélt sannarlega að slíkt tíðkaðist ekki á hinu háa Alþingi. En ég verð að lýsa því yfir að ég er virkilega ánægður að heyra þingflokksformenn stjórnaflokkanna hafi beðið um hlé og að þeir ætli að halda fund. Það sýnir þroska, sem hæstv. fjármálaráðherra sýndi ekki. Ég skal segja það við hæstv. fjármálaráðherra: Ég er til í að sitja hérna í alla nótt og allar nætur. En þá skal hann líka sitja hérna með okkur en ekki sitja einhvers staðar annars staðar eða vera heima hjá sér, eins og hann hefur gert hingað til. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)