152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:05]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Jú, það er rætt. Viðbrögðin hafa alltaf verið að klóra í bakkann. Á síðasta kjörtímabili voru bundnar vonir við það að skýrslan gæti gefið fólki sýn á hvernig væri hægt að ná utan um vandann. En það liggur ekki fyrir. Það er, held ég, af því að það þarf einfaldlega að taka pólitíska ákvörðun um að stíga einhver skref í staðinn fyrir að reyna bara alltaf að halda í þessa hugsun: Við byggjum bara ákveðið mörg hjúkrunarheimili, setjum bara eitthvað í heimaþjónustu og athugum hvort það lagist. Það er vandinn. Það er svo ómarkvisst hvernig verið er að reyna að leysa hann. En það er tvímælalaust áhugi fyrir því, eins og sést í breytingartillögu meiri hluta. Þannig að til að allrar sanngirni sé gætt þá er þetta rætt, en aðstæðurnar eru einfaldlega þannig að það skortir pólitíska sýn (Forseti hringir.) á hvernig laga á vandann.