152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:15]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég verð að taka undir þetta og lýsa eftir þeim sem stjórnar fundum Alþingis. Hver tekur ákvarðanir um fundarhaldið hér í nótt? Hver er ráðandi forseti Alþingis akkúrat núna? Hver getur átt orðastað við þingmenn sem óska eftir því að farið verði eftir þeirri áratugalöngu hefð að halda a.m.k. upphaf 2. umr. fjárlaga í björtu? Það er algert lágmark, virðulegur forseti, að við vitum í fyrsta lagi hver stýrir þessum fundum og í öðru lagi að hlustað sé á okkar sjálfsögðu kröfu um að nefndarfólki í fjárlaganefnd sé ekki gert að flytja nefndarálit eftir miðnætti og langt fram á nótt. Einhverjar stórkarlalegar yfirlýsingar ráðherra hér áðan um að svona eigi maður bara að sætta sig við — þetta er náttúrlega ekki líðandi, virðulegi forseti.