152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:32]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Já, skrípaleikurinn heldur áfram, segir ráðherrann, alla vega má umorða það þannig. Það er alla vega gott að ráðherra ætlar að sitja hérna með okkur næstu daga og nætur meðan við höldum áfram að ræða málin. Það verður gaman. En það er alveg á hreinu að ekki má stjórna þessu sæti í gegnum fjarfund, rétt eins og ég má ekki sitja á þingi í gegnum fjarfund þó að það sé leyft í nefndastörfum. Það er líka alveg á hreinu að það sem var verið að biðja um í samningum var að tekið yrði tillit til einhverra af þeim atriðum sem minni hlutinn leggur til. Það var ekki verið að segja að það ætti bara að greiða atkvæði eins og við segðum. En það verður reyndar þannig miðað við að enginn er hérna í salnum að ráði. Við höfum atkvæðagreiðslurnar með okkur, þá getum við greitt atkvæði.