152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:44]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Jóhann Páll Jóhannsson) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við erum hér að ræða saman undir liðnum fundarstjórn forseta. Fyrir mér er kjarni málsins kannski sá að við hér inni vitum ekki hver stýrir þessum fundi. Þegar við tölum um fundarstjórn forseta, liðinn sjálfan sem við erum að ræða, þá vitum við ekki einu sinni hvaða forseti það er sem við erum að tala um. Það liggur ekki fyrir og það hafa ekki fengist svör við því hver það er sem stýrir þessum fundi. Ef það er virkilega svo að tekin hafi verið ákvörðun um að hæstv. forseti Birgir Ármannsson stýrði þessum fundi með einhvers konar fjarfundarbúnaði úr kjallara einhvers staðar þá legg ég til að a.m.k. verði farið fram á að fram fari einhvers konar mat á því hvort slíkt standist þingsköp yfir höfuð og að við hér inni fáum þá kannski minnisblað frá lagaskrifstofu þingsins um það hvort fordæmi séu fyrir þessu og hvort þetta sé í samræmi við reglur þingskapalaga. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)