152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[02:57]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir að flytja nefndarálit hv. þm. Kristrúnar Frostadóttur og nálgast þess vegna andsvör við hann út frá því að hún getur ekki verið viðstödd umræðuna. Mig langar að segja um þetta nefndarálit, eins og ég sagði áðan um annað nefndarálit, að mér finnst það bara pólitískt og heiðarlega fram sett og ég þakka Kristrúnu fyrir samstarfið í hv. fjárlaganefnd.

Ég vil í andsvari tæpa á nokkrum atriðum í álitinu. Mér finnst það lýsa góðum árangri af efnahagsstjórn síðustu mánaða þegar rakið er hér að ríkisskuldirnar séu lægri en áætlað var í fjármálaáætlun í vor. Ég held að það endurspegli að við getum tekið sterkar og betur utan um velferðarkerfin en við bjuggumst kannski við á þeim tíma. Það eru fleiri atriði í nefndaráliti hv. þingmanns sem væri ástæða til að ræða, eins og húsnæðisumræðan.

Virðulegi forseti. Ég (Forseti hringir.) vil ég segja að við getum ekki alveg slitið þetta úr samhengi við (Forseti hringir.) t.d. skipulagsmál og lóðaframboð og ég ætla ekki að hengja neitt eitt sveitarfélag (Forseti hringir.) á snaga í þeirri umræðu.