152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[11:31]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Það er hárrétt hjá hv. þm. Loga Einarssyni að menn hafa fjárfest í þessari hátíð, sem er mikil samkomu-, neyslu- og gleðihátíð. Að sjálfsögðu sá enginn fyrir þá bylgju ómíkrons sem nú gengur yfir hér eins og annars staðar í heiminum. Fjárlögin sem við erum að rýna hér voru saman sett löngu áður en það lá fyrir og ég kýs að líta svo á að fjárlagafrumvarp sé einhvers konar frumdrög sem varpað hefur verið fram til ígrundunar í þessum sal. Og það er það sem við erum að gera. Við erum að skoða hvað betur má fara. Ég ætla að ítreka þakkir mínar til þeirra sem með fjármálavöldin fara fyrir þann styrk sem öryrkjar fengu núna fyrir tveimur dögum og ég ætla geri mér vonir um að það sem við bendum á verði tekið alvarlega og það fái að njóta sannmælis.