152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[11:36]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mig langar að tala um annað sem hv. þingmanni var tíðrætt um og það er þetta með útgjöld versus fjárfestingar. Í mínum huga er það að setja peninga í sálfræðiþjónustu fjárfesting. Af hverju? Jú, vegna þess að ef við setjum ekki peninga í það núna mun það koma aftan að okkur í meiri örorkubótum og öðru þegar fram í sækir. Ríkisstjórninni er tíðrætt um að vaxa út úr þessu en það virðast vera litlar fjárfestingar til að vaxa. Rétt eins og aðrir aðilar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og fleiri, hafa talað um á núna að vera að fjárfesta, núna á að byggja upp, núna á að vaxa út úr þessu. Telur hv. þingmaður að stefna ríkisstjórnarinnar sé í raun og veru vöxtur út úr ástandinu? Og hvað þurfa þau að gera?