152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:42]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um fjárlög næsta árs sem endurspegla ótrúlega skyndilegt efnahagslegt áfall. Við erum á réttri leið. Við erum að hjarna við aftur. Þetta eru fjárlög sem eru styrkjandi, þau eru uppbyggjandi, þau endurspegla stefnu ríkisstjórnar sem fékk endurnýjað umboð í kosningunum í haust. Okkur gekk betur á líðandi ári en við óttuðumst. Það var ekki síst vegna þess að ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn var vakandi yfir aðstæðum í samfélaginu og þannig viljum við vera áfram. Við viljum taka utan um samfélagið. Við viljum halda áfram að byggja upp. Það er okkar hér inni að halda á því fjöreggi til að styðja við þá uppbyggingu og þá sókn sem við undirbyggjum með þessum fjárlögum.