152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:43]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Fjárlög eru flaggskip hverrar ríkisstjórnar og eiga að lýsa áformum og fyrirheitum um það hvað fram undan er. Þetta er stefnuplagg. Því miður eru þessi fjárlög því marki brennd að þetta eru fyrst og fremst kyrrstöðufjárlög. Þetta eru fjárlög sem takast ekki á við hin stærri kerfi sem skipta miklu máli í samfélagi okkar. Það er ekkert tekið á rekstri ríkisins sjálfs. Áfram er haldið með að reka ríkissjóð með halla. Þetta er afar slæmt en þetta er auðvitað lýsandi fyrir hina breiðu samstöðustjórn um kyrrstöðu.