152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:44]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þessi fjárlög eru ekki nóg. Þau eru ekki nóg fyrir Landspítalann í miðjum heimsfaraldri. Þau innihalda ekki nóg af peningum í stofnframlög í húsnæðisuppbyggingu. Þau eru alls ekki nóg til að tryggja öryrkjum mannsæmandi kjör. Þau eru ekki nóg til að borga NPA fyrir alla sem rétt eiga á þeirri þjónustu. Þau eru vissulega ekki nóg til að takast á við loftslagsmálin og þau eru ekki nóg til þess að standa að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem þetta þing samþykkti fyrir ári síðan að við myndum gera. Það er auðvitað fagnaðarefni að meiri hlutinn hafi orðið við þeirri ósk minni hlutans að gera betur þegar kemur að niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu, en það er samt ekki nóg til að standa straum af þeim kostnaði sem samþykkt þessa þings felur í sér. Þessi fjárlög eru alls ekki nóg, (Forseti hringir.) þau vaxa ekki til velsældar. En kannski er ekki við öðru að búast frá þessari ríkisstjórn lægsta mögulega samnefnara.