152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:49]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Einhvern veginn þurfum við að fjármagna velferðarsamfélag okkar. Það byggist á inngreiðslum í samneysluna svo við getum stutt betur við velferðarkerfi okkar til lengri tíma. Við höfum séð ákveðna tekjustofna rýrna undanfarin ár, sumt af góðu, öðru af illu, þ.e. minnkandi skattlagningu á hópa sem geta vissulega borið meiri byrðar. Hér erum við m.a. að leita leiða með því að hækka veiðigjaldið, að láta þá sem hafa breiðari bök greiða meira til samfélagsins. En þetta snýst ekki bara um tekjur. Þetta er líka réttlætismál. Við vitum að auðlindarentan á Íslandi er metin á 30–70 milljarða kr. á ári hverju. Við munum á næsta ári fá í kringum 5 milljarða út úr gjaldinu. Þetta er peningur sem við getum notað í uppbyggingu á þjónustu í velferðarríki. Við verðum að horfa til lengri tíma hvernig við fjármögnum þjónustuna. Um þetta greiðum við atkvæði í dag.

Þess vegna segir Samfylkingin já.