152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:17]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér erum við að stíga skref, hænuskref, fyrir þá sem eru með geðræna sjúkdóma og þurfa á hjálp að halda. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þeim peningum sem fara í þann málaflokk er mjög vel varið. Við erum að koma í veg fyrir að hér verði færiband af öryrkjum til framtíðar. Það þýðir ekki fyrir stjórnarþingmenn að koma hingað upp og segja: Hvað eigum við að gera við öryrkjavandamálið? Lausnin er hér. Þess vegna segi ég að þetta sé hænuskref og vonandi tökum við næst fullt skref og sjáum til þess að þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda fái hana kostnaðarlaust.