152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:18]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri hækkun sem þó hefur náðst fram hér á þessu framlagi sem er í rauninni mjög tímabært. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að einhverra hluta vegna, löngu áður en brast á með bankahruni eða Covid, áttu Íslendingar einhvers konar met í geðlyfjaáti sem speglar væntanlega geðhvarfaástand sem er afar sérstakt og er rannsóknarefni sem við ættum að beita okkur fyrir að komast að hvað veldur. Þannig að þetta er gott mál. Ég er búinn að þakka fyrir framlagið til öryrkja sem kom í vikunni og ég þakka fyrir framlögin til menningarinnar en ég óska eftir því að þingið einbeiti sér að því að ná samningum fyrr um hluti sem hér urðu að miklu deiluefni í gær og lá við að kippa þyrfti þessari sjónvarpsstöð úr sambandi sem þjóðin fylgist með.