152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:24]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hér er um að ræða 500 milljóna framlag til ýmissa verkefna sem tengjast forvörnum og meðferð. Þar er tillaga um 380 milljónir til SÁÁ og tengdra aðila hvað þeirra verkefni varðar og 120 milljónir í framlag til annarra félagasamtaka sem sinna forvörnum og meðferð vegna ýmiss konar fíknivanda. Hér má nefna starfsemi eins og Reykjalund, Frú Ragnheiði og önnur félagasamtök sem sinna þessu mikilvæga starfi. Ég legg til að við horfum alvarlegum augum á þann vanda sem hér er verið að fjalla um. Fulltrúar SÁÁ komu á fund fjárlaganefndar og brýndu okkur til að sinna þessum málaflokki af alvöru. Ég legg til að fólk sýnir það í verki með því að ýta á græna takkann.