152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:53]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Alþingi samþykkti í júlí síðastliðnum breytingu á lögum þess efnis að ríkissjóður skyldi tryggja fjármagn til að afla, þjálfa og flytja inn leiðsöguhunda fyrir blinda til samræmis við eftirspurn hverju sinni. Mikilvægt er að tryggja fjármagn vegna þessa verkefnis. Samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu er búið að ráðstafa 10 millj. kr. til að ráða hundaþjálfara í fullt starf og til stendur að flytja inn þrjá leiðsöguhunda á næsta ári. Allmargir bíða eftir leiðsöguhundi og Alþingi hefur þegar samþykkt að mæta þörfum blindra á þessu hjálpartæki sem leiðsöguhundur er. Fylgið því eftir með viðhlítandi fjármögnun. Hér er lagt til að ráðstafað verði til viðbótar 50 millj. kr. til málaflokksins. Þessir fjármunir myndu stytta biðlista eftir leiðsöguhundum og tryggja að fjármagn dygði fyrir þjálfun þeirra og þjálfun eiganda í meðferð leiðsöguhunda, sem geta aukið lífsgæði blindra stórkostlega. Hér er ekki um stóran hóp að ræða og ekki mikla fjárhæð og myndi ekki muna neinu í fjárlögum. — Ég segi já.