152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[19:05]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þau orð sem hér hafa verið látin falla í tengslum við þessa atkvæðagreiðslu. Þessar tillögur eru ætlaðar til þess að auka framboð á húsnæði. Húsnæðisliðurinn er stærsti liðurinn sem drífur áfram verðbólguna og verðbólguhækkanir. Þetta er leið sem ríkisstjórnin og ríkið getur notað til þess að draga úr verðbólgu á Íslandi. Þetta skapar hvata til að byggja meira af íbúðarhúsnæði í landinu og ekki síst hvata fyrir sveitarfélögin að byggja meira og skapa skilyrði fyrir auknu framboði á íbúðarhúsnæði fyrir lágtekjufólk og millitekjufólk. — Ég segi já.