152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[19:09]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Það er eitt að tala um grænar fjárfestingar, að byggja upp græna innviði og tala um nýsköpun, græna nýsköpun, en annað að fjármagna hana. Við erum alltaf að lenda í þessu sama. Við heyrum ríkisstjórnina segja eitt, jafnvel semja lög og koma þeim á, en fjármagnið vantar. Hér er fjármagn til að byggja upp græna nýsköpun og græna innviði. Við bjóðum fram alla okkar aðstoð til viðeigandi ráðuneyta að sjá til þess að þetta komi margfalt til baka í framtíðinni.