152. löggjafarþing — 17. fundur,  27. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[12:06]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Jóhann Páll Jóhannsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta innlegg. Eins og ég fór yfir áðan þá er það einmitt þannig að hver lítil hækkun á almenna frítekjumarkinu myndi dreifast miklu jafnar og einmitt til þess fólks sem helst þarf á auknum stuðningi að halda, meðan hækkun frítekjumarks atvinnutekna dreifist fyrst og fremst til þeirra tekjuhæstu og til karlanna. Það er, eins og ég fór yfir hérna, ákveðinn ójafnaðarvandi meðal eldra fólks. Við þurfum að taka miklu betur utan um þessa tekjulægstu hópa en ríkisstjórnin er að fara akkúrat í hina áttina. Það er áhyggjuefni.