152. löggjafarþing — 17. fundur,  27. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[12:15]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Jóhann Páll Jóhannsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það liggur fyrir, og ég held að æ fleiri séu að sameinast um það — OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, hagfræðingar víða um heim — að þegar við búum í markaðshagkerfi þar sem byggt er á verði sem merki um það hvað hlutir kosta og við gefum verðið svona þokkalega frjálst, þá er kolefnisgjaldið einhver skilvirkasta mögulega aðgerðin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er hins vegar mjög mikilvægt — og ég er ekki með einhverja töfratölu hérna, en samkvæmt þeim ábendingum sem komið hafa frá bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og OECD þyrfti gjaldið að vera talsvert hærra á Íslandi ef það ætti að hafa þann áhrifamátt (Forseti hringir.) sem það getur haft til að duga til að draga verulega úr losun. (Forseti hringir.) Það er hins vegar mín skoðun og okkar í minni hlutanum að sérstaklega þurfi að verja tekjulægri hópa, t.d. með því að láta (Forseti hringir.) gjaldið renna í einhvern sjóð.

(Forseti (LínS): Forseti vill minna á tímamörk. Þegar andsvarstími er styttri en 1 mínúta er gott að miða við 1 mínútu.)