152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

Frestun á skriflegum svörum.

[11:03]
Horfa

Forseti (Líneik Anna Sævarsdóttir):

Borist hafa bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 146, um Framkvæmdasjóð aldraðra, frá Guðbrandi Einarssyni, og á þskj. 108, um fjölda innlagna á Landspítala vegna valaðgerða, frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.

Einnig hefur borist bréf frá félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 106, um biðtíma hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.

Þá hefur borist bréf frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 134, um vopnaflutninga, frá Andrési Inga Jónssyni.