152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[11:06]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þessi fyrsti fjárlagabandormur ríkisstjórnarinnar er vonbrigði. Hann endurspeglar ekki hátimbraða orðræðu um sókn í loftslagsmálum, við sjáum t.d. engar afgerandi aðgerðir á tekjuhliðinni til að liðka fyrir orkuskiptum. Við sjáum enga innspýtingu í barnabótakerfið. Þar gerir ríkisstjórnin eins lítið og hún kemst upp með innan þess ramma sem var markaður. Hér er ekki tekið með neinum hætti á veikleikunum í undirliggjandi afkomu ríkissjóðs. Það er ekkert gert til að draga úr ójöfnuði. Forgangsröðunin í almannatryggingamálum er sérstaklega ámælisverð. Þar er ekki verið að styðja sérstaklega við tekjulægstu hópana heldur fyrst og fremst við þá tekjuhærri og aðallega karla. Þetta er vondur bandormur og ég vona að stjórnarmeirihlutinn geri betur næst.