152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[11:09]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það sem við erum að fara að samþykkja núna mun valda vonbrigðum vegna þess að það er einn hópur sem stendur alltaf eftir. Ríkisstjórnin er alveg búin að finna hvar breiðu bökin liggja — hjá öldruðu fólki. Það er eini hópurinn sem hefur ekki fengið krónu vegna Covid, ekki eina krónu. Verst settu eldri borgararnir sitja alltaf eftir. Spurningin er hvers vegna í ósköpunum þessi ríkisstjórn mismunar svona gífurlega í fjármálum þegar hún skilur alltaf einhvern út undan. Svo kemur hitt, frítekjumark eldri borgara. Jú, frábært, það er að hækka í 200.000 kr. En hjá öryrkjum? Nei, það stendur enn í stað, í 109.000 kr. sem ættu að vera 240.000 kr. ef rétt væri gefið í dag. Alltaf að mismuna og þessi lög eru enn ein mismununin.