152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[11:20]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mig langaði bara að koma hérna upp og lýsa yfir ánægju minni með þennan fjárlagabandorm. Ég tel að hann sé að mörgu leyti framsækinn miðað við þær aðstæður sem við höfum úr að moða og það sem við getum gert á þessum tímapunkti. Allir vinna átakið hefur jú sætt töluverðri gagnrýni en eftir að hafa farið í mjög ítarlega greiningarvinnu á því hvað við erum með í höndunum núna þá tel ég að við séum að gera rétt og að við séum að fara út í atriði sem við getum séð til tekna líka. Þetta eru ekki bara gjöld, við erum ekki bara í útgjaldaliðum, við verðum aðeins að hugsa þetta lengra þannig að ég tel að þetta sé bara mjög gott frumvarp og mun styðja þær tillögur sem þar koma fram.