152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[11:31]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Forseti. Þetta er einfalt réttlætismál. Við erum hér að leggja til að öryrkjar fái að hafa atvinnutekjur í samræmi við það sem aldraðir fá að hafa, að öryrkjar fái að afla sér tekna upp á eigin spýtur án þess að missa við það tekjur á móti, alveg gríðarlega miklar tekjur á móti. Þetta ætti að vera græn tafla sem ég horfi á hérna. Það ætti ekki að fella þetta einfalda réttlætismál. Það er ekki afsökun og það er ekki skýring að segja alltaf að öryrkjar fái kannski einhverja réttarbót á morgun þegar ríkisstjórninni auðnast loksins að fara í einhvers konar heildarendurskoðun á þessu kerfi. Við erum búin að þurfa að heyra þá afsökun allt of lengi. Það væri mjög einfalt réttlætismál fyrir þessa ríkisstjórn að samþykkja þetta en það er víst of stór biti að kyngja.