152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[11:32]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um stórmerkilegt mál vegna þess ef við förum áratug aftur í tímann þá er þessi tala sett á, 109.000 kr. Hvað þýðir þetta á mannamáli? Það þýðir að það er búið að hrekja öryrkja út af vinnumarkaðnum kerfisbundið. Í dag væri þetta 240.000–250.000 kr. ef rétt væri gefið og þá væri stór hópur enn að vinna. En þegar ávinningurinn er enginn við að vinna, ekki nokkur, heldur tap, þá hætta öryrkjar að vinna. Þetta gerir ríkisstjórnin með vinstri hendinni. En hvað gerir hún svo með hægri? Hún segir: Við þurfum að láta öryrkjana vinna. En hún vill ekki hækka upphæðina, vill ekki að öryrkjar hafi ávinning af vinnu sinni. Nei, þið skuluð tapa á vinnunni. Það vinnur enginn þannig. Við myndum ekki vinna hérna ef við töpuðum á því að vinna hérna. — Ég segi já.