152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[11:36]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég styð þessa breytingu og ég styð allar breytingar fyrir öryrkja og eldri borgara sem eru þeim til hagsbóta. En þetta eru hænuskref. Það er verið að taka hænuskref og ef við höldum áfram þessum hænuskrefagangi fyrir öryrkja og eldra fólk þá megum við þakka fyrir að vera búin að gera eitthvað af viti eftir þúsund ár. Við verðum að bretta upp ermar og gera eitthvað almennilegt. Við vorum að fella tillögu hérna rétt áðan um að gera eitthvað almennilegt. Það að neita fólki um að vinna t.d. skilar engu og er tap fyrir alla; fyrir þá sem er neitað um að vinna og líka fyrir ríkissjóð.