152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

skattar og gjöld.

4. mál
[12:11]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég vildi bara koma upp til að styðja sérstaklega við þessa grein. Hér er verið að gera bæði ódýrara og þægilegra að versla með notaða muni eins og t.d. hefur verið gert í Barnaloppunni og á fleiri stöðum. Það fer kannski ekki mikið fyrir þessu en þetta er samt mikilvægt umhverfismál og gott að verið sé að auðvelda fólki að selja notaða muni og við séum ekki alltaf að kaupa nýja hluti heldur reynum einmitt að kaupa meira notað. Þetta mun gera það ódýrara að kaupa notaða hluti og einfaldara að selja þá.