152. löggjafarþing — 20. fundur,  17. jan. 2022.

raforka til garðyrkjubænda.

[15:48]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það er nefnilega mikilvægt að við stöndum vörð um fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi með dyggum stuðningi við íslenska matvælaframleiðslu, eins og við tíunduðum báðar áðan, hæstv. ráðherra kom vel inn á það í svari sínu. Við megum samt ekki sofna á verðinum. Aðstæður garðyrkjubænda má bæta töluvert, og þá sérstaklega hvað varðar kostnað vegna raforku. Það er einstaklega ánægjulegt að heyra ráðherra segja að hún hyggist leggjast í frekari aðgerðir sem stuðla að því bæta raforkumál garðyrkjubænda og að tryggja framtíð þessarar starfsstéttar. Garðyrkjubændur, sem stuðla meðal annarra að matvælaöryggi þjóðarinnar, eiga það skilið frá okkur.