152. löggjafarþing — 20. fundur,  17. jan. 2022.

um fundarstjórn.

[15:54]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég átta mig á því að hér er staðgengill ráðherra. En nú er verið að biðja þingið enn einu sinni að afgreiða mál í svo miklum flýti, í svo þröngum tímaramma að það á bara að leggja það fram, mæla fyrir því, koma því inn í nefnd, taka það til 2. og 3. umr. og greiða atkvæði um það samdægurs. Og fjármálaráðherra er ekki einu sinni til staðar til að svara spurningum þingmanna í þingsal og eiga hér samtal um þetta mál sem á að flýta í gegn. Mér þykir þetta vera vanvirðing við okkur í þinginu.