152. löggjafarþing — 20. fundur,  17. jan. 2022.

staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.

210. mál
[16:21]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er efni í töluvert lengra svar en þá mínútu sem ég hef hér. Hvað varðar hvenær við erum komin á þann stað að við eigum að hafa minni takmarkanir og að fólk geti farið á veitingahús ef það kýs svo og megi sitja þar lengur en til 9 á kvöldin þá er það vissulega mikið högg fyrir þennan hluta atvinnulífs og hann hefur þurft að bregðast verulega við. En við höfum líka brugðist verulega við á móti með stuðningi. Auðvitað viljum við sem fyrst komast í sem eðlilegast horf hvað það allt saman varðar.

Varðandi fyrri spurningu hv. þingmanns er það reiknaða endurgjaldið sem á við sem þú gefur sjálfur upp, svo að þeirri spurningu sé svarað hér í ræðustól.