152. löggjafarþing — 23. fundur,  18. jan. 2022.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

168. mál
[15:02]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra framsöguna. Hæstv. ráðherra lá nokkuð lágt rómur hér í dag þannig að ekki er útilokað að ég hafi misst af því sem hér verður spurt um. En ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Hvaða réttindi það eru sem ekki eru varin samkvæmt gildandi rétti sem bætast við samkvæmt því frumvarpi sem hér er mælt fyrir?