152. löggjafarþing — 23. fundur,  18. jan. 2022.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

168. mál
[15:02]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Eins og kom fram í ræðu minni hér áðan er lagt til að mismununarþáttunum trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu sé bætt við þessi lög sem breytingin er lögð til við, sem eru lög nr. 85/2018. Það þýðir að þau lög verða þá til samræmis við lög nr. 86/2018 sem gilda um jafna meðferð á vinnumarkaði. Það eru sömu mismununarþættir sem gilda innan og utan vinnumarkaðar.