152. löggjafarþing — 23. fundur,  18. jan. 2022.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

168. mál
[15:52]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég heyrði svo sem ekki beina spurningu til mín, bara ágætar vangaveltur. En þetta er einmitt alltaf matsatriði og áhyggjur mínar snúa að því að menn gangi of langt í að meta hlutina upp á nýtt og þá ekkert endilega allir, ekki meiri hlutinn heldur, að einhver afmarkaður hópur geti misnotað lög sem vega að frelsi til umræðu, tjáningar og svo o.s.frv. Þetta er einfaldlega hluti af því sem ég var að vekja máls á að þyrfti að ræða við meðferð þessa máls. Ég þakka hv. þingmanni fyrir innleggið og tel rétt að það fari inn í þá umræðu sem fram undan er.