152. löggjafarþing — 23. fundur,  18. jan. 2022.

hjúskaparlög.

163. mál
[16:02]
Horfa

innanríkisráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn. Eins og kom fram í máli mínu er í raun verið að setja mjög þröng skilyrði við þessu þó að við sérstakar aðstæður þyki nauðsynlegt að heimilt verði að viðurkenna hjúskap í einhverjum undantekningartilfellum. Þannig að ég tek bara undir það að ég held að nefndin eigi að skoða þetta mál mjög vel. Sérfræðingar ráðuneytisins og annarra eru auðvitað boðnir og búnir til að leggja nefndinni allt það lið sem til þarf og þá þekkingu sem myndast hefur sérstaklega við gerð frumvarpsins þar sem þetta hefur verið skoðað vel.