152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

232. mál
[11:58]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Bæði þessi frumvörp, það sem er nýlega afgreitt og það sem við erum að ræða hér, byggja á fyrri útfærslum. Tekjufallsstyrkir, lokunarstyrkir og viðspyrnustyrkir höfðu heldur ekki þessi skilyrði þannig að þetta er í samræmi við þá aðferðafræði og skilyrði sem hafa þegar farið hér í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. En ég ætla ekki að gera athugasemd við það að þessum sjónarmiðum sé velt upp og megi ræða en hins vegar er það þannig að við erum að bæta skaða vegna aðgerða stjórnvalda sem þau telja nauðsynlegt að leggja til og fara í og þær takmarkanir og þær aðgerðir hamla starfsemi fyrirtækjanna. Það eru þau sjónarmið sem liggja þarna til grundvallar, má vissulega að ræða en við höfum áður farið í gegnum hér.