152. löggjafarþing — 27. fundur,  26. jan. 2022.

ákvörðun nr. 214/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

249. mál
[15:50]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Með þessari þingsályktunartillögu er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2020. Ákvörðunin fellir inn í EES-samninginn tiltekna reglugerð ESB sem varða starfsemi evrópskra áhættufjármagnssjóða og evrópska félagslega framtakssjóði. Hún er hluti af regluverki EES á sviði fjármálaeftirlits og fjármálaþjónustu og felur í sér afmarkaðar breytingar á reglum um markaðssetningu umræddra sjóða. Markmiðið er m.a. að auðvelda aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja að fjármagni, auka stærðarhagkvæmni og samkeppni auk þess að draga úr kostnaði. Fyrirséð áhrif innleiðingar reglugerðarinnar eru að fleiri rekstraraðilum sérhæfðra sjóða mun gefast kostur á að starfrækja og markaðssetja sjóði sem þessa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Engir slíkir sjóðir eru starfræktir á Íslandi sem stendur.

Virðulegi forseti. Ákvörðunin kallar á lagabreytingar hér á landi og fyrir þá sem hér hafa verið að fylgjast með var fjármála- og efnahagsráðherra rétt í þessu að leggja fram frumvarp til innleiðingar á reglugerðinni. Það er mat fjármála- og efnahagsráðuneytis að innleiðing gerðarinnar muni ekki hafa veruleg áhrif á stjórnsýslu ríkisins og engin áhrif á fjárhag þess.

Ég legg til, virðulegur forseti, að að aflokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað til hv. utanríkismálanefndar.