152. löggjafarþing — 27. fundur,  26. jan. 2022.

skattleysi launatekna undir 350.000 kr.

7. mál
[16:29]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf):

Hæstv. forseti. Hv. þingheimur og þjóðin sem hlustar á og horfir á okkur í beinni. Mig langar til að segja ykkur að ég hef ekki enn þá hitt þann mann sem heldur því fram að það sé auðvelt að lifa á innan við 300.000 kr. á mánuði. Ég er með þá skoðun að þetta sé spurning um samstarf; meiri hluti og minni hluti taka saman höndum og segja: „The buck stops here.“ Hingað og ekki lengra. Ég vil vitna í kvæði Einars Benediktssonar, þess ágæta manns, sem sagði:

Þú fólk með eymd í arf!

Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,

litla þjóð, sem geldur stórra synda,

reistu í verki

viljans merki, –

vilji er allt sem þarf.

Þetta er bara spurning um það. Ef við viljum leysa þetta vandamál, meiri hlutinn og minni hlutinn, þá leysum við það. Það er ekkert mál. Í guðanna bænum.