152. löggjafarþing — 27. fundur,  26. jan. 2022.

skattleysi launatekna undir 350.000 kr.

7. mál
[16:51]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Já, þetta er mjög mikilvægt mál og ætti að vera mikilvægt fyrir alla sem bera hag Íslendinga fyrir brjósti, Það er ólíðandi að það sé fátækt á Íslandi. Við ættum að gera hvað við getum til að tryggja öryggi innan heimilis sem utan og tryggja að íslenskar fjölskyldur upplifi ekki meiri streitu en þær þurfa. Við vitum að við lifum í hröðu samfélagi þar sem hlutirnir ættu helst að gerast í gær og börnin okkar eru ekki undanskilin þeim kröfum. Við það að lifa í fátækt verður streitan enn meiri og það getur verið hættulegt þar sem erfitt er að finna réttu bjargráðin þegar það er mikil streita í því hraða samfélagi sem við erum búin að skapa hér.