152. löggjafarþing — 28. fundur,  27. jan. 2022.

umsóknir um alþjóðlega vernd.

[11:22]
Horfa

innanríkisráðherra (Jón Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Já, það er mat okkar að sá tími sé fullnægjandi. Þetta eru atriði sem komu upp fyrir áramót, ef ég man rétt, og þarna var líka verið að reyna að svara aðstæðum Rauða krossins varðandi uppsagnir á starfsfólki og endurskipulagi á starfsemi. Við teljum þann tíma nægjanlegan. Einhverjir gætu gagnrýnt, ef leitað verður tilboða eða farið í samningaferli varðandi þetta, að þessi tími sé of skammur, ef litið er á það frá þeirri hlið mála. En þetta er talinn góður tími til að stíga þau skref sem fram undan eru.