152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

blóðgjöf.

226. mál
[17:23]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Frú forseti. „Eru hommar kannski menn?“ kvað skáldið. Ég kem hér upp til að þakka hv. þingmanni fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga máli. Ég kem líka hér upp til að segja að ég veit fyrir víst að fyrrverandi ráðherra lagði sig alla fram við að ná þessu í gegn, en staðan er þessi: Samfélagið okkar er bara ekki betra en það að við erum enn þá að refsa þeim hópi sem við skuldum raunverulega samstöðu og stuðning. Nú er heimsfaraldur. Við horfum hér á sóttvarnaaðgerðir. Við skulum minnast þess að í alnæmisfaraldrinum brást ekki bara heilbrigðiskerfið heldur allt íslenskt samfélag, heimsbyggðin öll. Að þetta sé ekki komið í gegn í dag er partur af rótgrónum fordómum. Það þarf bara að koma þessu í gegn. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)