152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

blóðgjöf.

226. mál
[17:24]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg):

Frú forseti. Ég vil nota tækifærið eins og aðrir þingmenn og þakka fyrirspyrjanda kærlega fyrir að vekja athygli á þessu máli og ráðherranum jafnframt fyrir svarið. Ég fagna því að hann haldi þeirri vegferð áfram sem fyrirrennari hans í starfi hóf. Það er fyrir löngu mál til komið að laga þennan ágalla á íslenskri löggjöf eða regluverki í þágu samfélagsins alls. Sem samkynhneigður karlmaður má ég ekki gefa blóð og ég hef aldrei almennilega skilið það af því að samfélagið er komið á allt annan stað í allri hugsun og sýn. Þetta er löngu tímabært mál og ég tek heils hugar undir með öðrum þingmönnum hér inni.